Vísir

Mest lesið á Vísi



RAX Augnablik - Síðasti hreppstjórinn á Ströndum

Guðmundur Jónsson bóndi var síðasti hreppstjórinn í Árneshreppi á Ströndum og fluttist þaðan ásamt eiginkonu sinni, Sólveigu Jónsdóttur, haustið 2005. Þau eyddu öllum sumrum eftir það á gamla bænum þeirra í Munaðarnesi og ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hitti þau eitt sumarið, 20 árum eftir að hann heimsótti þau fyrst og myndaði Guðmund á sömu stöðum og 20 árum fyrr. Guðmundur rifjaði upp sögur af póstferðum sem hann og faðir hans fóru gangandi að vetri, til þeirra bæja sem ekki voru í vegsambandi. Svoleiðis ferð yfir snævi þökt fjöllin gat tekið fjóra til fimm daga og enginn vissi hvernig fyrir þeim var komið fyrr en þeir komust á áfangastað og í símasamband.

RAX Augnablik
Fréttamynd

Vonast til að koma dánar­búinu í góðar hendur

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra vonast til þess að hlutir úr dánarbúi foreldra sinna komi öðrum að góðum notum. Neikvæð þróun sé í grænni orku hér á landi og fyrirtæki þurfi að notast við olíu á ný vegna skorts á raforku.

Neytendur